• 00:11:54Friðrik Erlingsson - föstudagsgestur
  • 00:38:37Sigurlaug og Vera - matarminningar frá Yemen

Mannlegi þátturinn

Friðrik Erlings föstudagsgestur og matarminningar frá Yemen

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Friðrik Erlingsson. Hann hefur skrifað bækur og þýtt og hann hefur skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit. Flestir ættu að þekkja fyrstu bók hans, Benjamín Dúfu, sem varð auðvitað að frábærri kvikmynd bæði hér á Íslandi og var einnig gerð að kvikmynd í Bandaríkjunum. En það sem kannski færri vita er að hann er einnig tónlistarmaður, var til dæmis í hljómsveitunum Purrki Pillnikk og Sykurmolunum. Við ræddum við hann um ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, þar sem hann er meðal annars, sem hluti af menningarnefnd Rangárþings eystra, forgöngumaður þeirrar hugmyndar að fá gerða afsteypu af styttu listakonunnar Nínu Sæmundsson, Spirit of Achievement (Af­reks­hug­ur), sem er yfir aðalinngangi á glæsihótelinu Waldorf Astoria í New York, en til stendur að setja afsteypuna upp á Hvols­velli.

Í matarspjalli dagsins kom Sigurlaug Margrét með góðan gest, Veru Illugadóttur, útvarpskonu og samstarfsfélaga okkar hér á Rás 1. Þær fóru í áhugaverða ferð til Yemen árið 2007 sem þær ætla að rifja upp fyrir okkur, þá sérstaklega minningum um gómsætan kjúkling sem þær fengu á afskekktri bensínstöð og brauði sem lifir enn góðu lífi í huga þeirra. Matarminningar frá Yemen, í matarspjallið.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

28. ágúst 2020

Aðgengilegt til

28. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir