• 00:08:31Jósep Blöndal Háls og bak sérfræðingur
  • 00:41:09Gunna Stella/Hugarró í Heimsfaraldri

Mannlegi þátturinn

Jósep svarar spurningum hlustenda og Hugarró heima

Við hófum aftur í dag dagskrárliðinn Sérfræðingurinn. Við munum á fimmtudögum sérfræðinga til þess svara spurningum hlustenda og í dag fengum við lækninn Jósep Blöndal, einn helsta sérfræðing landsins í háls- og bakvandamálum. Hann hefur starfað í áratugi í Stykkishólmi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þar sem hann var yfirlæknir. Við spjölluðum aðeins við hann um hans störf og reynslu og svo svaraði Jósep spurningum hlustenda sem við höfum fengið send á netfang þáttarins.

Hugarró í heimsfaraldri og netnámskeiðið Hugarró heima voru námskeið sem Gunna Stella kennari, heilsumarkþjálfi og fyrirlesari bjó til meðan hún var heima í vor á þessum COVID-tímum með fjögur börn og fjögur fósturbörn. Netnámskeiðið er hluti af stærra samhengi en Gunna Stella er partur af hópi fólk sem einnig bjóða uppá netnámskeið, þau kalla sig Swipeclub.is. Gunna Stella kom í þáttinn í dag.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

27. ágúst 2020

Aðgengilegt til

27. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.