• 00:08:09Sigríður og Guðrún - Landssöfnun Barnaheilla
  • 00:23:05Viðar Hreinsson - um Jón lærða Guðmundsson

Mannlegi þátturinn

Landsöfnun Barnaheilla og Jón lærði Guðmundsson

Á Íslandi eru 17 - 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. „Hjálpumst við vernda börn“ er nafnið á landssöfnun Barnaheilla sem hófst í gær og fer fram um land allt til 6. september n.k. Blátt áfram, sem sameinaðist Barnaheillum í fyrra, hefur staðið fyrir þessari söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld. Við fengum Sigríði Björnsdóttur og Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra innlendra verkefna hjá Barnaheillum, til segja okkur meira frá söfnuninni og þessu þarfa verkefni í þættinum í dag.

Jón lærði Guðmundsson sem uppi var á árunum 1574 til 1658 lifði viðburðarríku lífi svo ekki meira sagt. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur skrifaði bók um Jón, Náttúrur náttúrunnar sem nýverið kom út hjá Forlaginu. Jón lærði fæddist og bjó um hríð norður á Ströndum og þangað lagði Viðar leið sína í sumar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar fyrir norðan og bað hann segja frá Jóni lærða.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

25. ágúst 2020

Aðgengilegt til

25. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.