• 00:08:47Föstudagsgesturinn Ásgeir Ásgeirsson
  • 00:37:57Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgesturinn Ásgeir Ásgeirsson og matarupplifanir endurgerðar he

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FÖSTUDAGUR 21.ÁGÚST 2020

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, fyrrum bæjarlistamaður Kópavogs og hirðgítarleikari Páls Óskars Hjálmtýssonar. Nú var að koma út þriðji og síðasti diskurinn í Þjóðlagatrílógíunni hans, Persian Path. Að þessu sinni ferðaðist hann með íslenska þjóðlagið til Íran og fóru upptökur fram í Teheran, Istanbúl og á Íslandi. VIð ræðum við Ásgeir um tónlistina og einnig um æskuna,lífið og tilveruna.

Og matarspjallið með Sigurlaugu Margréti hefst á ný í dag. Hún fer með okkur til, að núna virðist, fjarlægari tíma, þegar allir voru í útlöndum að upplifa og veita sér vel í mat og drykk. Matarupplifanir í útlöndum eru minningar sem stundum hafa breytt lífinu og eru núna fallegar minningar sem við getum yljað okkur við, í bili. En Sigurlaug segir að við getum gert ýmislegt heima við, við getum sett upp þröngan franskan veitingastað heima og eldað froskalappir. Já þetta er spurningin um að hugsa í lausnum!

Birt

21. ágúst 2020

Aðgengilegt til

21. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir