• 00:10:25Steinunn Ása - Réttindi fatlaðra
  • 00:24:40Dagný Magnúsd. - Hendur í Höfn
  • 00:35:14Hannes Óli - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Steinunn Ása, Hendur í Höfn og Hannes Óli lesandi vikunnar

Hlustendur og landsmenn ættu þekkja Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur, en hún hefur lengi birst á skjám landsmanna í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, en þáttur hóf nýlega sína tíundu þáttaröð. Steinunn Ása er einnig þekktur fötlunaraktívisti, hún hlaut til dæmis árið 2017 verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir störf sín og afrek á sviði menningar. Í dag vinnur Steinunn Ása hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjvíkurborgar þar sem hún vinnur margvísleg verkefni sem snúa réttindum fatlaðs fólks. Undanfarið hefur hún unnið gerð bæklings sem fjallar meðal annars um fatlaðar konur og kynferðisofbeldi, orðanotkun í garð fatlað fólks og drusluskömmun. Steinunn Ása var gestur Mannlega þáttarins í dag.

Við fórum austur fyrir fjall í gær í góða veðrinu og tókum tali Dagnýju Magnúsdóttur veitingakonu og listakonu, í Þorlákshöfn. Hún rekur veitingastaðinn Hendur í Höfn og hefur eins og aðrið þurft glíma við áskoranir á þessum tíma varðandi reksturinn. Við spurðum hana útí sumarið og aðsóknina og hvernig hún sér veturinn fyrir sér í þessum bransa.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Hannes Óli Ágústsson leikari. Hann er mikill lestrarhestur og sagði okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

17. ágúst 2020

Aðgengilegt til

17. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.