MANNLEGI ÞÁTTURINN Fimmtudagur 24.JÚNÍ
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL
Sóldögg, geldingahnappur og brönugrös - blóðberg og holtasóley. Þær eru
margaog fallegar plönturnar sem leynast í íslenskri náttúru og nú þegar landinn
ferðast sem aldrei fyrr um eigið land er alveg við hæfi að kíkja niður og virða fyrir
sér þessi litlu undur sem leynast á ótrúlegustu stöðum. Og þá sakar ekki að vita
svolítið hver er hvað og hvur er hvurs. Guðrún Bjarnadóttir grasafræðikennari við
Landbúnaðarháskólann og eigandi jurtalitunarvinnudtofunnar Hespuhússins gaf
út bókina Grasnytjar á Íslandi - ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi og
ljósmyndara fyrir nokkrum árum og þar má finna margvíslegan fróðleik um
grasnytjar og þjóðtrú tengda plötunum. Við heimsóttum Guðrúnu í gær í Ölfusið
því við höfum grun um að bókin gæti orðið skemmtilegur ferðafélagi í sumar.
Við heyrðum líka í Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur leikkonu og bónda og
umræðuefnið er sveitalíf og lygasögur á hafi úti.
Og svo var það sérfræðingurinn okkar - sem í dag er Ragnar
Freyr Ingvarsson gigtarlæknir en hann ætlar að svara spurningum hlustenda.