• 00:08:56Portrettmyndir af Kópavogsbúum
  • 00:21:33Sögusafnið á Sauðárkróki
  • 00:40:48Kontóristinn nr.3 -Atvinnuleit

Mannlegi þátturinn

Portrett myndir af Kópavogbúum,Sturlungabardagi og Kynningarbréfið

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 23.JÚNÍ

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL

Við brugðum okkur aftur til Sturlungaaldar hér á eftir og berjumst við hlið Sturlu Sighvatssonar í Örlygsstaðabardaga eða svo gott sem. Á Sauðárkróki er gagnvirk sögusýning sem nefnist 1238 baráttan um Ísland. Þar er frægustu viðburðum Sturlungaaldarinnar (1220 - 1264) gerð skil en þetta er blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilið í sögu Íslands þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu. Áskell Heiðar Ásgeirsson segir okkur betur frá þessari sýningu og ýmsu fleiru líka því nútíminn fær líka sinn sess í húsnæði sýningarinnar. Þar er m.a. veitingastaður og í gærkvöldi voru þar tónleikar með Valdimar og Erni Eldjárn.

Margrét Rún Styrmisdóttir er fatahönnuður og teiknari, og frá júní til ágúst er hún frá 9-5 vinna í portrettteikningum af Kópavogsbúum. Hún sendi út opna beiðni í byrjun sumars og fékk samband við 150 einstaklinga, og vinnur hörðum höndum af því teikna nákvæmt portrett af hverjum og einum auk þess eiga í samtali við viðkomandi um daginn og veginn. Þannig fangar hún þversnið af bæjarbúum, sögum þeirra og upplifunum, en hver og einn sendir henni þá mynd af sér sem þau vilja sjálf birtist. Þá stefnir hún því í lok sumars muni hún geta raðað saman mósaíkmynd af sjálfvalinni birtingarmynd bæjarbúa.

Í síðustu viku tók Steinar Þór Ólafsson fyrir ferilskrána. En í dag tókum við fyrir kynningarbréfið sem algengt er óskað eftir, en, liggur kannski meira á huldu hvernig eigi setja fram. Hvað á skrifa í þetta kynningarbréf? Á þetta vera ítarlegri upplistun á ferilskránni? Og hversu mikið vægi hefur kynningarbréfið? Getur frábært kynningarbréf bætt upp fyrir skort á t.d. starfsreynslu og menntun? Og hvað á það vera langt? Steinar talar við Ingu Björg Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Attentus, til fræðast betur upp þetta óræða skjal sem kynningarbréfið er.

Birt

23. júní 2020

Aðgengilegt til

23. júní 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.