Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar fagnar 40 ára starfsafmæli ár. Undanfarin 50 ár hefur Hörður Erlingsson skipulagt og verið leiðsögumaður í ferðum þýskumælandi fólks um Ísland. Þegar Hörður var við nám í Þýskalandi á árunum 1967 til 1974 fékk hann óvænt boð um að fara með hóp til Íslands. Fyrirvarinn var stuttur, tveir dagar og Hörður sló til og það varð ekki aftur snúið. Hörður kom til okkar hér á eftir og rifjar upp það helsta úr starfinu .
Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði tók til stafa fyrir 65 árum. Jónas Kristjánsson læknir einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælisins eins og stofnunin hét þá og í byrjun var hægt að taka á móti 40 gestum. Margt hefur breyst síðan þá og sífellt er unnið að þróun starfseminnar án þess þó að missa sjónar á grunngildunum. Samkomubannið hefur sett svip sinn á starfsemina í ár eins og flesta - en starfsemin er smátt og smátt að færast í eðlilegt horf og ýmislegt framundan á næstu vikum. Við skruppum í heimsókn á föstudaginn og settumst út í sólina með Inga Þór Jónssyni markaðsstjóra og tókum stöðuna.
Og lesandi vikunnar var Svavar Knútur tónlistarmaður.