• 00:07:14Halla og Jóhanna - Áttavitinn
  • 00:20:02Björg Brjánsd. - líkamsbeiting hljóðfæraleikara
  • 00:36:06Hildigunnur Þráinsdóttir - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Krabbameinsrannsókn, líkamsbeiting hljóðfæraleikara og Hildigunnur

Áttavitinn er áhugaverð rannsókn á upplifun fólks sem greinst hefur með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu sem einstaklingum, sem greindust með krabbamein á árunum 2015 - 2019 og voru á aldrinum 18 - 80 ára, býðst að taka þátt í. Ætlunin er að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til að vinna að bættum hag þeirra sem greinast með krabbamein, þar sem þær munu gefa góða innsýn í hvernig þörfum þeirra sem greinast er mætt og hvort og hvar úrbóta er þörf. Við fengum þær Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttir, sem er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands til að segja okkur frekar frá .

Björg Brjánsdóttir er flautuleikari með BA próf frá Noregi og hefur stundað framhaldsnám í Þýskalandi. Hún er hinn nýji stjórnandi SKólahljómsveitar Austurbæjar. Björg hefur reynslu af kennslu barna og stjórnun hljómsveita og hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum hér heima og erlendis og stofnað til og tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna og hópa. Hún hefur bæði samið og útsett tónlist og hefur einnig kennarapróf í líkamsbeitingu hljóðfæraleikara.

Lesandi vikunnar í þetta sinn er Hildigunnur Þráinsdóttir, leikkona og markaðsstjóri hjá Heimkaup.is. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

8. júní 2020

Aðgengilegt til

8. júní 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir