• 00:06:54Þorgeir Ástvaldsson - föstudagsgesturinn
  • 00:34:23Guðmundur Andri - matarspjallið

Mannlegi þátturinn

Þorgeir Ástvalds föstudagsgestur og Guðmundur Andri í matarspjalli

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var afmælisbarnið Þorgeir Ástvaldsson sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í vikunni. Þorgeir var fyrsti Dagskrárstjóri Rásar 2 þegar henni var hleypt af stokkunum árið 1983.Við ræddum við hann um æskuna og uppvöxtinn, dalalífið sem hann elskar, útvarpsferlinn, tónlistina, Sumargleðina og fleira í þættinum í dag.

Við fengum góðan gest í Matarspjallið í dag, rithöfundinn og alþingismanninn Guðmundur Andri Thorsson. Hann rifjaði upp hvað var á matarborðinu í æsku hans, en móðir hans, Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, var listakokkur, en faðir hans Thor Vilhjálmsson eldaði einu sinni og það var eftirminnilegt.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

5. júní 2020

Aðgengilegt til

5. júní 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir