Þorgeir Ástvalds föstudagsgestur og Guðmundur Andri í matarspjalli
Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var afmælisbarnið Þorgeir Ástvaldsson sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í vikunni. Þorgeir var fyrsti Dagskrárstjóri Rásar 2 þegar henni var hleypt af stokkunum árið 1983.Við ræddum við hann um æskuna og uppvöxtinn, dalalífið sem hann elskar, útvarpsferlinn, tónlistina, Sumargleðina og fleira í þættinum í dag.
Við fengum góðan gest í Matarspjallið í dag, rithöfundinn og alþingismanninn Guðmundur Andri Thorsson. Hann rifjaði upp hvað var á matarborðinu í æsku hans, en móðir hans, Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, var listakokkur, en faðir hans Thor Vilhjálmsson eldaði einu sinni og það var eftirminnilegt.