• 00:09:26Hugrún Geirsd. - endurmenntun í sumar
  • 00:23:09Aðalheiður Santos - 17.júní í ár
  • 00:32:49Knútur Ármann - hjónin í Friðheimum

Mannlegi þátturinn

Endurmenntun, 17.júní og hjónin í Friðheimum

Endurmenntun HÍ stendur fyrir námi og námskeiðum í sumar sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum. Þetta nám er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga. Við fengum Hugrúnu Geirsdóttur, verkefnastjóra námskeiða hjá Endurmenntun HÍ til að segja okkur frekar frá þessu í dag.

Þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní er framundan og verður með breyttu sniði að þessu sinni, eins og gefur að skilja. En hvernig munu hátíðarhöldin fara fram og hvaða takmarkanir munu gilda? Við slógum á þráðinn til Aðalheiðar Santos Sveinsdóttur viðburðafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Fyrir 25 árum keyptu hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann garðyrkjustöðina Friðheima í Reykholti í Bláskógarbyggð. Framan af einbeittu þau sér að hestum og tómötum en þegar erlendir ferðamenn stóðu allt í einu inni á gólfi í gróðurhúsinu og vildu fá að fræðast um hvernig íslendingar færu að því að rækta tómata og annað grænmeti var eins og nýjum fræjum væri sáð. Forvitnu útlendingunum fjölgaði þó ekkert væri gert til að lokka þá á staðinn og loks fór svo að þeir urðu miklu fleiri en tómatarnir og hrossin til samans. Í dag eru Friðheimar rómaður ferðamannastaður enda alúð lögð við hvern gest sem hefur fækkað verulega eins og á öðrum stöðum undanfarna mánuði. Og hvað gera bændur þá? Jú þau Helena og Knútur er farin af stað í miklar framkvæmdir, með bjartsýnina að vopni og ætla sér að tvöfalda tómataframleiðsluna sína á næsta ári landsmönnum öllum til hagsbóta því íslenskir tómataframleiðendur hafa ekki náð að anna eftirspurn undanfarin ár. Margrét Blöndal skaust í Friðheima í gær og hitti Knút Ármann og fékk að vita meira um framkvæmdagleði á tímum kórónaveirunnar.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

28. maí 2020

Aðgengilegt til

28. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir