• 00:07:45Atli og Steinunn - íslenskt rapp
  • 00:23:55Guðrún Snorradóttir - stjórnendamarkþjálfun
  • 00:39:58Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Íslenskt rapp, Guðrún stjórnendamarkþjálfi og póstkort frá Spáni

Við fengum í dag til okkar þau Steinunni Jónsdóttur úr hljómsveitinni Amabadama og Reykjavíkurdætrum og Atla Sigþórsson eða Kött Grá Pje, en þau eru að fara að kenna krökkum að rappa í Kramhúsinu. Þau hafa getið sér gott orð í rappheiminum, þar sem þau leika sér einmitt að orðum, rími, innrím og almennt að íslenskri tungu og teygja hana og toga í þágu góðs rapps. Við fræddumst um hvað gerir gott rapp, hvernig er staðan í íslensku rappi og hvernig þessi kennsla mun fara fram.

Guðrún Snorradóttir er PCC stjórnendamarkþjálfi og hefur haldið úti stafrænni dagbók á tímum COVID 19, fyrir viðskiptavini sína og einnig til að búa til aukin tilgang í sínu eigin lífi, eins og hún segir sjálf. Hún hefur velt fyrir sér tilfinningagreind á tímum óvissu, hvernig við tökumst á við skort á trausti, hvernig það er að koma tilbaka í vinnu og ýmislegt í þessum dúr. Guðrún kom í þáttinn.

Nautaat er mikið deiluefni á Spáni. Þeir sem eru því fylgjandi segja að nautaatið sé órjúfanlegur hluti af menningu og sögu spænsku þjóðarinnar. Þeir sem eru á móti segja að nautaatið sé ekkert annað en dýraníð og tíma tilkominn að leggja það niður. Frá þessum deilum var sagt í Póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Auk þess var sagt frá sérkennilegum mótmælum gegn því hvernig ríkisstjórn Spánar hefur staðið að baráttunni gegn farsóttinni sem hefur herjað grimmilega í stærstu borgunum. Uppbyggingarstarfið er farið af stað og nú takast norður og suðurríkin í Evrópusambandinu á um hvernig skuli staðið að fjármögnun þess starfs. Verður hún í formi styrks eða láns? Þetta og fleira í póstkorti dagsins frá Spáni.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

27. maí 2020

Aðgengilegt til

27. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir