Mannlegi þátturinn

Nýtt lag Daða, klifur á Skaganum og Heilsuvaktin

Daði Freyr hefði átt standa á sviðinu í Rotterdam í síðustu viku og líklegast aftur á laugardagskvödið og jafnvel vinna Eurovision miðað við spár, en auðvitað vitum við hvernig fór með keppnina í ár. Við heyrum í Daða Frey í þættinum í dag, en hann var fenginn til semja lag Barnamenningarhátíðarinnar í ár, þar sem hann fékk hjálp 4.bekkinga úr grunnskólum Reykjavíkur við semja textann og lagið var frumflutt í gær. Við spjölluðum við hann um tilurð þessa lags, óvissutímann í Eurovisionundirbúningi og miklar vinsældir lagsins Think About Things, en hver stórstjarnan á fætur annarri hefur deilt laginu á samfélagsmiðlum og allir eru spreyta sig á dansinum sem Daði samdi fyrir lagið. Daði Freyr var heima hjá sér í Berlín þegar við spjölluðum við hann.

Við kynntumst líka Smiðjuloftinu - sem er afþreyingarsetur á Akranesi, ætlað bæði börnum og fullorðnum. Þar er margt í gangi t.d. er hægt læra þar klifur og svo ætla þau þjóða upp á fjölskylduferðir á Akrafjallið í sumar - gönuferðir og klifurferðir. Þórður Sævarsson, annar eigenda Smiðjuloftsins var í símanum.

Þeim hefur fjölgað verulega, á síðastliðnum tíu árum, sem eru lagðir inn á sjúkrahús gegn vilja sínum. Flestir voru þvingaðir til sjúkrahúsvistar fyrir tveimur árum eða 137 manns. Þeir sem í þessu lenda geta átt von á því vera einnig þvingaðir til þiggja lyfjameðferð gegn vilja sínum. Sveinn Rúnar Hauksson læknir vill hætt verði þvinga fólk á þennan hátt. Hann sat í starfshópi heilbrigðisráðherra um þvíngaða meðferð sem skilaði af sér nýlega. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni í dag.

UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON

Birt

20. maí 2020

Aðgengilegt til

20. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.