Mannlegi þátturinn

Berlín Kristínar, einhleypir 48+ og Ása og Hjalti

Berlín er gríðarlega áhugaverð borg sem á hreint ótrúlega sögu. Borgin var miðpunktur tveggja heimsstyrjalda, svo var henni skipt milli þriggja heimsvelda og svo var það múrinn, Berlínarmúrinn sem stóð í nær þrjá áratugi. Kristín Jóhannsdóttir var um árabil fréttaritari RÚV í Berlín, en þar hún gekk í skóla og var fararstjóri í borginni og þekkir borgina betur en flestir. Kristín skrifaði bókina Ekki gleyma mér, sem er áhrifamikil minningarsaga hennar frá því hún hélt til náms fyrir austan járntjald árið 1987. vist átti eftir marka hana fyrir lífstíð. síðast stjórnaði Kristín námskeiði um heimsborgina Berlín hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá Berlín og Austur-Þýskalandi hún upplifði ástandið þar áður en múrinn féll.

Á Facebook er hópur sem heitir Einhleypir fjörutíu og átta ára og eldri. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hópurinn eingöngu opinn þeim sem uppfylla það skilyrði vera fædd árið 1972 eða fyrr. Hópurinn stendur fyrir ýmsum uppákomum, hittist vikulega á kaffihúsi, fer reglulega í bíó, leikhús, keilu ofl. Grillum á sumrin og árshátíð vetri. Þær Ásthildur Sigurðardóttir og Ellen Pálsdóttir komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá þessum hópi í þættinum.

Við heimsóttum líka hjónin Ásu Dalkarls og Hjatla Gunnarsson. Þau búa á Kjóastöðum 2 í Bláskóarbyggð - mitt á milli Gullfoss og Geysis og hafa undanfarin 12 ár verið með hestatengda ferðaþjónustu, aðallega fyrir erlenda gesti. En er allt breytt og það er í raun merkilegt keyra gullna hringinn þessa dagana því það er varla nokkur á ferli. En það rætist vonandi úr því í sumar þegar við förum ferðast um landið okkar og njóta þess sem í boði er. En þau Ása og Hjalti eru í sömu stöðu og fjölmargir aðrir bændur sem hafa byggt afkomu sína stórum hluta á ferðaþjónustu. Það er ekkert gerast og við spyrjum því; hvað gera bændur þá? Við fengum svarið frá þeim Ásu og Hjalta.

UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON

Birt

18. maí 2020

Aðgengilegt til

19. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.