• 00:06:47Edda Björgvins - húmor er styrkleiki
  • 00:22:46Auður Ottesen - sumarblóm
  • 00:38:03Guðrún Kristjánsdóttir - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Húmor Eddu, sumarblómin og Guðrún lesandi vikunnar

Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra. Eddu Björgvinsdóttur þarf varla að kynna fyrir hlustendum, hún hefur glatt þjóðina í áratugi og nú er hún hledur hún utan um námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem heitir Húmor og aðrir styrkleikar þar sem hún ætlar að kenna þeim sem það sækja að nýta sér húmor við ýmsar aðstæður, eins og henni einni er lagið. Edda kom í þáttinn í dag.

Nú er tími sumarblómanna - eða eigum við frekar að segja sumarblómakaupanna og af því tilefni vöknuðu ýmsar spurningar varðandi þau innkaup. Eins og t.d. þarf maður að undirbúa sig eitthvað og jafnvel hafa einhverja grunnþekkingu áður en maður fer og kaupir sér sumarblóm - eða er bara best að láta vaða og kaupa það sem manni finnst flottast og fallegast? Við leituðum ráða hjá Auði Ottesen garðyrkjufræðingi og ritstjóra tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.

Og svo er það lesandi vikunnar. Að þessu sinni fengum við Guðrúnu Kristjánsdóttur blaðamann og búðarkonu í Systrasamlaginu til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið, hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina og hvað hún er að sökkva sér ofan í þessa dagana.

UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON

Birt

15. maí 2020

Aðgengilegt til

18. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir