• 00:07:31Guðmundur R. Einarss. - barn alkóhólista
  • 00:26:29Óli og Arnór - ný gamanþáttaröð
  • 00:41:31Magnús R. Einarsson - póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Börn alkóhólista, ný gamanþáttaröð og póstkort frá Spáni

Guðmundur R. Einarsson, fyrrverandi markaðs- og þróunarstjóri DV, hefur tekið við rekstri Fréttanetsins og í einni af fyrstu fréttunum á vefnum lýsir Guðmundur því hvernig er að vera barn alkóhólista og hvernig sá hópur týnist í kerfinu. Hann segir að þótt foreldrar hans hafi orðið sjúkir af áfengi og eiturlyfjum væru ef til vill á lífi í dag hefðu þau fengið aðstoð vegna andlegra veikinda eða þunglyndis. Hann rifjar upp í greininni hvernig slagsmál og óregla hafi verið stór hluti af uppvextinum. Guðmundur kom í þáttinn í dag.

Frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson voru aðeins 13 og 14 ára þegar þeir skrifuðu saman leikrit sem var sett upp í Gaflaraleikhúsinu og léku öldur kl hlutverkin. Leikritið, Unglingurinn, hlaut mikið lof og mikla aðsókn og þeir enduðu með að fara með leikritið í leikferð um Ísland, til Noregs, Póllands og Kína. Í kjölfarið skrifuðu þeir saman bók, ásamt Bryndísi Björgvinsdóttur, Leitin að unglingnum, sem hlaut mikið lof og svo hafa þeir skrifað tvö leikrit í viðbót, sem bæði hafa gengið mjög vel. Nú eru þeir tvítugur og tuttugu og eins og voru að klára gamanþáttaröð fyrir Sjónvarp Símans, sem þeir auðvitað skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverkin í. Þeir sögðu okkur frá tilurð þáttanna í dag.

Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag greinir frá gangi mála vegna farsóttarinnar sem hefur herjað á Spánverja af miklu offorsi. Staða margra hópa er afar dapurleg vegna þess að svört atvinnustarfsemi og lausamennska allskonar er umfangsmeiri á Spáni en víðast annars staðar í Evrópu. Vændiskonur eiga til að mynda verulega bágt um þessar mundir. Það verður líka sagt frá einu dáðasta skáldi Spánverja, Miguel Fernández. Hann er ekki mikið þekktur utan Spánar en ákaflega dáður í heimalandinu og sú aðdáun birtist með afar sérstökum hætti.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

13. maí 2020

Aðgengilegt til

13. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir