Mannlegi þátturinn

Ísbíllinn, Mæðrablómið og sauðburður

Lóan er komin, grilllyktin er farin berast húsa á milli, hitastigunum fjölgar dag frá degi og er bjalla farin hljóma í mörgum hverfum, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bjalla sem flestir þekkja, börnin taka kipp og rjúka út á götu með foreldrana í eftirdragi, stundum jafnvel öfugt. Því þessi bjalla er á ísbílnum sem keyrir um allt og selur ótal tegundir af ís. Fyrir marga kallar ísbíllinn ósjálfrátt fram bros, fyrir suma kallar hljóðið í bjöllunni í ósjálfrátt viðbragð teygja sig í veskið. Við fengum Ásgeir Baldursson, framkvæmdastjóra ísbílsins til segja okkur frá því hvernig það er hringja þessari bjöllu og hitta ísþyrsta Íslendinga.

Árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hófst sl. Þriðjudag 5. maí, með sölu á Mæðrablóminu sem er Leyniskilaboðakerti þriðja árið í röð. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt fleiri en 250 styrki til náms. Guðríður Sigurðardóttir, formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar kom í þáttinn.

er ekki bara tími ísbílsins, heldur á þessum árstíma stendur sauðburður yfir víðast hvar um landið. Sauðburðurinn hófst snemma í ár, t.d. Kom fyrsta lambið í Snæfellsbæ í heiminn 12.mars, það var gimbur sem hlaut nafnið Kóróna. Við heyrðum í Guðmundi Ólafssyni frístundabónda og fengum hann til segja okkur hvernig sauðburðurinn gengur. Hann sagði líka frá því hvernig það er vera frístundabóndi, sem sagt fræddi hann okkur borgarbörnin um það hvernig lífið er í sveitinni.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

7. maí 2020

Aðgengilegt til

7. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.