• 00:08:42Arna Schram - Söfnin opna
  • 00:25:29Kristinn Magnússon - Ljósmyndir ársins
  • 00:39:32Áfallastreituröskun - Agnes Björg

Mannlegi þátturinn

Söfnin opna, myndir ársins og áfallastreituröskun

Öll söfn Reykjavíkurborgar voru opnuð aftur í gær eftir hafa verið lokuð í sex vikur. Af því tilefni verður ókeypis inn á söfnin til 10. maí. Áfram gildir tveggja metra reglan og hámarkið um 50 manns í hverju rými. Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, kom í þáttinn og sagði frá því hvernig starfsfólk safnanna hefur nýtt tímann undanfarnar vikur og hvað gestir mega búast við sjá á söfnum borgarinnar. Auk þess sagði hún frá hvernig verður með menningarhátíðir borgarinnar í sumar.

Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 11. Maí. Á sýningunni í ár eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 836 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í 7 flokka sem eru fréttamyndir, daglegt líf myndir, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Í hverjum flokki valdi dómnefndin bestu myndina / bestu myndaröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var svo valin sem mynd ársins. Kristinn Magnússon ljósmyndari og stjórnarmeðlimur í Blaðaljósmyndarafélaginu kom í þáttinn.

Eitt hundrað eru á biðlista eftir meðferð við áfallasreituröskun hjá áfallateymi Landspítalans og er biðtíminn eitt ár. Biðlistinn lengdist verulega eftir #metoo-byltinguna og hafa sumir á biðlistanum verið með áfallastreituröskun í áratugi. Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymisins segir biðlistinn lengist stöðugt því ekki hafi fengist fjármagn til styrkja teymið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

6. maí 2020

Aðgengilegt til

6. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.