• 00:09:02Vilborg Halldórsd. - lífið og ljóð
  • 00:33:14Dr. Hildur Fjóla Antonsdóttir

Mannlegi þátturinn

Vilborg og ljóðin og Dr. Hildur Fjóla

Vilborg Halldórsdóttir leikkona hefur svo sannarlega komið sterk inná laugardögum með ljóðalestri í þættinum Heima með Helga með eiginmanni sínum Helga Björns. Þau hjónin hafa á einstaklega heimilislegan hátt náð að grípa þjóðina á þessum einkennilegu tímum og náðu að útbúa nokkurs konar kvöldvöku í tónlistarformi og með ljóðalestri Vilborgar. Vilborg kom í þáttinn og sagði okkur frá og las fyrir okkur eigin ljóð í lokin.

Við heyrðum í fyrsta íslenska doktornum í réttarfélagsfræði í þættinum í dag. Hildur Fjóla Antonsdóttir varði doktorsritgerð sína í Lundarháskóla í Svíþjóð, í ritgerðinni fjallar hún að afmiðja refsirétt - Hugmyndir þolenda kynferðisbrota um réttlæti og þýðingu þess fyrir ólíkar leiðir að réttlæti. En hvað er réttarfélagsfræði? Við fengum Dr. Hildi Fjólu til að segja okkur frá því og efni ritgerðarinnar í þættinum.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

30. apríl 2020

Aðgengilegt til

30. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir