• 00:07:40Brynjar Geirsson - Golf á tímum COVID-19
  • 00:22:42Edda Hermanssdóttir - Framkoma
  • 00:38:13Rósmundur Númason - Skíðakappi

Mannlegi þátturinn

Golf á tímum COVID-19, Edda og framkoma og Rósmundur Númason

Það er vonandi óhætt lýsa því yfir sumarið er komið og þá kætast flestir, en fáir kannski jafn mikið og kylfingar sem sjá fram á komast á golfvelli landsins og elta litlu hvítu kúlurnar ofaní holurnar. En eru auðvitað ekki alveg venjulegir tímar og enn ætlum við hlýða Víði og þríeykinu, því fengum við Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands í þáttinn til þess fræða okkur um það hvernig staðan er framundan fyrir kylfinga í þessu ástandi.

Edda Hermannsdóttir kom í þáttinn til okkar, en hún var gefa út bók sem heitir Framkoma, í henni finna góð ráð um framkomu á ólíkum sviðum; greinaskrif, fyrirlestrar, sjónvarps- og útvarpsviðtöl, atvinnuviðtöl og ræður svo fátt eitt nefnt. Edda fær stóran hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu á viðfangsefninu til deila sínum sögum. Við fengum Eddu til segja okkur meira af þessari bók og ýmis konar framkomu í dag

Rósmundur Númason er fæddur á Hólmavík árið 1953 og hefur búið mestalla ævi á Ströndum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Rósmund og ræddi við hann um skíðaíþróttina sem hann hefur stundað af kappi og ásamt nokkrum öðrum Strandamönnum hefur hann farið átta sinnum í hina miklu Vasagöngu í Svíþjóð.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

28. apríl 2020

Aðgengilegt til

28. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.