• 00:08:23Sigurþóra Bergsd. - Bergið headspace
  • 00:27:40Örvar Þór - Samferða góðgerðarsamtök
  • 00:42:21Esther Ösp - sjálfsefling og jóga

Mannlegi þátturinn

Bergið headspace, Samferða góðgerðarsamtök og Esther Ösp

Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum sem vildu brúa bil í þjónustu við ungmenni upp að 25 ára, þar sem of margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki mikla hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Þjónustan er ókeypis en nú á tímum COVID-19 fer hún fram að mestu í fjarráðgjöf og í síma, en unnið er að undirbúningi við að lyfta takmörkunum smám saman í takti við reglur almannavarna. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, var gestur hjá okkur í þættinum.

Við sögðum frá góðgerðarsamtökum sem kalla sig Samferða og hafa verið starfandi frá 2016. Þeirra markmið er að styrkja þá sem virkilega þurfa á því að halda með fjárstyrk. Stjórn samtakanna fær tugi ábendinga og fyrir viku hjálpuðu þau ungri einstæðri 2ja barna móður sem hafði nýlega misst eiginmann sinn og átti aðeins 17 þúsund krónur til að lifa af mánuðinn. Örvar Þór Guðmundsson sagði okkur frá samtökunum í þættinum í dag frá draumi sínum um að geta hjálpað mörg hundruð fjölskyldum á hverju ári.

Esther Ösp Valdimarsdóttir rekur Hvatastöðina sem er sjálfseflingarsetur og Jógastúdíó í gömlu flugstöðinni á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Esther og ræddi við hana um mikilvægi slökunar á erfiðum tímum.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

21. apríl 2020

Aðgengilegt til

21. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir