• 00:07:31Felix Bergsson - Alla leið í ár
  • 00:33:46Ómar Smári - Kortakallinn Smári

Mannlegi þátturinn

Eurovision á tímum COVID-19 og kortakallinn Smári

Margir urðu leiðir þegar Eurovision söngvakeppninni var aflýst í ár þótt auðvitað væri það skiljanlegt í ljósi Covid 19. Maímánuður verður samt ekki alveg Eurovisionlaus, því Svíar segjast ætla halda sína eigin keppni og hér á RÚV verður t.d. þátturinn Alla leið, sem Felix Bergsson stjórnar, á dagskrá þótt engin verði keppnin í Rotterdam. Og það verður fleira á dagskrá RUV sem mun gleðja Eurovision aðdáendur. Felix sagði okkur allt frá því í þættinum í dag.

Kortakallinn Smári er nafnið á myndlistarsýningu Ómars Smára Kristinssonar sem opnaði á Ísafirði í mars, en vegna samkomubanns og COVID-19 þá hafa ekki margir náð njóta sýningarinnar. Ómar Smári var valinn bæjarlistamaður Ísafjarðar 2019 og árið 2012 teiknaði hann bæjarmynd af Ísafirði, þar sem hægt er skoða hvert og eitt hús í bænum handteiknað. Kortið varð fljótlega úrelt eftir útgáfu en árlega uppfærir hann kortið m.t.t. nýs litar á húsi, viðbygginga eða annarra breytinga. Ætla kortið verði nokkurs konar sagnfræðilegri myndasögu með árunum sem líða. Við hrindgum í Ómar Smára í þættinum í dag og töluðum við hann um kortin.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

16. apríl 2020

Aðgengilegt til

16. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.