• 00:08:45Steinunn Sigurðardóttir - Bókin um Vigdísi
  • 00:22:33Æsa og Júlía - Samkoma sýning á vefnum
  • 00:41:52Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Ein á forsetavakt endurútgefin, list á vefnum og póstkort frá Spáni

Við heyrðum í Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í dag en í tilefni afmælis Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið endurútgefin bók Steinunnar um Vigdísi, Ein á forsetavakt, og nýr formáli og eftirmáli skrifaður þar sem Steinunn segist leita að nýrri hnotskurn um Vigdísi í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því bókin kom fyrst út árið 1988 og varð söluhæsta bók þess árs enda fengu landsmenn þar í fyrsta sinn innsýn í dagleg störf og líf forsetans.

Samkoma er nafnið samstarfssýningu meistaranema við Háskóla Íslands og myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sem hefur þróast yfir í að vera netlistasýning með verkum eftir átta alþjóðlega nemendur. Það stóð til að opna sýninguna í Veröld - Húsi Vigdísar en vegna heimsfaraldurs og samkomubanns var sýningin færði yfir á netið. Titillinn Samkoma var valinn nokkrum vikum áður en reglur um samkomubann voru kynntar á Íslandi og við fræddumst um þá glímu sem kennarar og nemendur þurftu að takast á við í þessu ástandi. Við heyrðum frá Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðingi og dósent við HÍ, kennara og Júlíu Mogensen, einum nemanda og fengum innsýn í hvernig þetta hefur gengið. Hægt verður að skoða síðuna á vefsvæðinu www.samkoma.cargo.site, en hún mun opna formlega kl.17:00 á fimmtudaginn.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Eins og undanfarið verður fjallað um kórónuveirufaraldurinn í því. Þar hefur ástandið farið batnandi og það hefur dregið verulega úr smiti og mannfalli. Afleiðingar farsóttarinnar eru hins vegar alvarlegar. Það er jafnvel talið að um fimmtungur fyrirtækja muni leggja upp laupana með tilheyrandi atvinnuleysi og fátækt.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

15. apríl 2020

Aðgengilegt til

15. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir