Loftslagsdæmið

Loftslagsdæmið

Fjórar ólíkar fjölskyldur skora vanann á hólm og breyta lífi sínu með það markmiði minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung. Þær njóta handleiðslu sérfræðinga, leita svara við spurningum sem kvikna og tjá sig opinskátt um reynslu sína.

Í Loftslagsdæminu er fjallað um þau margslungnu áhrif sem lífsstíll okkar hefur á loftslagið og þau áhrif sem loftslagsváin hefur á okkur. Við köfum ofan í fyrirbærið kolefnisspor og fáum á hreint hvaða þættir mynda kolefnisspor íslenskra heimila. Við lítum til framtíðar og spyrjum:

Hvað getur venjulegt fólk gert til forða mannkyninu frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga? Hvað þarf breytast svo almenningur geti lifað loftslagsvænna lífi?

Verkefnið er samstarfsverkefni Rásar 1, ráðgjafarfyrirtækisins Environice og Arnhildar Hálfdánardóttur, frétta- og dagskrárgerðarmanns. Það stóð yfir í tvo mánuði, frá 15. september til 30. nóvember 2020 og var styrkt af Loftslagssjóði.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

,