Listahátíð í Reykjavík: Persnesk slóð

Listahátíð í Reykjavík: Persnesk slóð

Ásgeir Ásgeirsson og Hamid Khansari flytja efni af nýlegri hljómplötu ásamt tónlistarfólki frá Íran og Sigríði Thorlacius. Það er ekki á hverjum degi sem mikilsvirt tónlistarfólk frá Íran og Íslandi mætist á sviði og flytur þjóðlög frá báðum löndum í nýjum útsetningum. Frá Teheran kemur hópur af leiftrandi hæfileikaríku tónlistarfólki en auk Hamid Khansari verða á sviðinu þau Sara Rezazadeh, Hooman Roomi, Bahar Modiri og Aryan Rezaee.

Umsjónamaður og kynnir: Pétur Grétarsson.