Listahátíð í Reykjavík 50 ára

Listahátíð í Reykjavík 50 ára

Listahátíð í Reykjavík var fyrst haldin í Reykjavík í júní árið 1970 og fagnar því 50 ára afmæli í ár. Í þremur þáttum fer Arndís Björk Ásgeirsdóttir yfir sögu hátíðarinnar og ræðir við nokkra aðstandendur, Þau Árna Matthíasson blaðamann, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Hrefnu Haraldsdóttur, sem var bæði framkvæmdarstjóri og síðar stjórnandi hátíðarinnar, Vigdísi Jakobsdóttur núverandi stjórnanda hátíðarinnar, Þórunni Sigurðardóttur sem lengi vel stýrði hátíðinni og Hönnu Styrmisdóttur fyrrverandi stjórnanda hátíðarinnar. Einnig hljóma viðtalsbrot úr gömlum þáttum um hátíðina úr safni RÚV og brot frá viðburðum liðinna hátíða. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.