Lífið og skólinn

Lífið og skólinn

Ágúst Þór Árnason ræðir við skólafrömuðinn Wolfgang Edelstein um líf hans og störf.

Í árslok 2018 hittust þeir í Berlín Ágúst Þór Árnason og Wolfgang Edelstein. Ágúst hafði upptökutæki meðferðis og hljóðritaði samtal þeirra þar sem Wolfgang segir frá uppvexti sínum á Íslandi og störfum sínum skólamálum í Þýskalandi og á Íslandi. Ágúst Þór andaðist nokkrum vikum síðar og Wolfgang snemma árs 2020. Brot af samræðu þeirra varðveittist á upptökutækinu.

Umsjón Ævar Kjartansson.