• 00:01:20Grammy tilnefningar 2023
  • 00:10:29Yfirtaka ungmenna á RDF
  • 00:25:00Climbing Iran
  • 00:30:21Íslensk-Indverska letursmiðjan Universal Thirst

Lestin

Yfirtaka ungmenna á RDF, Íslenskt-Indverskt letur, Grammy tilnefningar

Gunnar Vilhjálmsson, grafískur hönnuður rekur indversk-íslenska leturhönnunarfyrirtækið Universal Thirst. Fyrirtækið er tilnefnt til Íslensku Hönnunarverðlaunanna sem verða afhent á morgun.

Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, hefur oft sýnt verk á alþjóðlegu danshátíðinni, Reykjavík Dance Festival. Við hringdum í Ásrúnu, sem er stödd erlendis leikstýra dansverki, og spurðum út í Litlu Systur, hóp ungmenna sem mun stýra dagskrá í Iðnó á RDF, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag.

Við rennum yfir Grammy-tilnefningar sem voru tilkynntar í gær og kynnum okkur íranska klifurkonu, Nasim Eshqi, en heimildarmyndin Climbing Iran frá árinu 2020 verður sýnd í Bíó Paradís á fimmtudag.

Frumflutt

16. nóv. 2022

Aðgengilegt til

17. nóv. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.