• 00:02:35Fyrsta íslenska kvikmyndagerðarkonan
  • 00:21:32Running with the Devil - Um John McAfee
  • 00:33:49Trailer Todd

Lestin

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðarkonan, Trailer Todd, John McAfee

Fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan, Rut Hansson, var frumkvöðull í íþrótta og danskennslu á þriðja áratugi 20. aldarinnar. Rut vildi kynna landsmenn fyrir stefnum og straumum í dansi, ferðaðist um evrópu til læra nýja dansa og lét svo gera dansmynd sem var sýnd í viku í desember 1927. Þangað til myndin var dregin fram í dagsljósið á var Svala Hannesdóttir talin fyrsta íslenska kvikmyndagerðakonan. Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnemi segir okkur frá.

Hávært gítardrifið rokk með flóknum töktum og taktskiptingum. Þannig mætti lýsa því sem kallast stærðfræðirokki. Reykvíska hljómsveitin Trailer Todd lofar endurkomu stærðfræðirokksins á plötunni Trukk Ópus sem kom út fyrir helgi. Þrír fjórði hluti Trailer Todd sest um borð í Lestina og ræðir meðal annars samnefndan hjólhýsasölumann í Missouri og aðdáun þeirra á hljómsveitinni Weezer.

Heimildamyndin Running with the Devil kom út á streymisveitunni Netflix á dögunum, hún fjallar um skrautlegt lífshlaup John McAfee, mannsins sem fann upp McAfee vírusvörnina. Atli Fannar Bjarkason er búinn horfa

Frumflutt

29. ágúst 2022

Aðgengilegt til

30. ágúst 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.