• 00:02:24Mæðratips
  • 00:18:08Top Gun Maverick - gagnrýni
  • 00:31:14Cryptó Víkingar í Valhalla Vacation Club

Lestin

Mæðratips, Crypto-víkingar, Top Gun 2

Kona, móðir, bumba. Mæðratips, facebook hópur þar sem þú getur spurt íslenskar mæður hverju sem er. Innleggin eru fjölbreytt og þar skapast líflegar umræður. Í hópnum eru tæplega 25 þúsund meðlimir og þar eru öll hugsanleg vandamál mæðra borin á borð.

Síðbúna framhaldsmyndin Top Gun Maverick virðist ætla verða einhver helsti bíósmellur sumarsins. Tom Cruise aftur á orrustuþotu í háloftunum eftir 35 ára hlé. Gunnar Ragnarsson rýnir í Top Gun 2 í þætti dagsins, og dregur saman hinar ýmsu túlkanir á fyrri myndinni, sem hefur ekki bara verið túlkuð sem áróðurstæki bandaríska hersins.

Við sökkvum okkur svo ofan í heim crypto-víkinga og ræðum við stofnendur Valhalla Vacation Club sem var eitt fyrsta íslenska NFT verkefnið þar sem reynt var búa til samfélag utan um hálfgerðar stafrænar skiptimyndir.

Frumflutt

1. júní 2022

Aðgengilegt til

2. júní 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.