Lestin

Donda 2, geðveiki í sviðsljósinu og draugahundur

Nanna Kristjánsdóttir rýnir í nýjustu plötu tónlistarmannsins Kanye West, Donda 2. Platan hefur vakið umtal, en ekki endilega fyrir gæði heldur frekar fyrir þær sakir hana er einungis hægt hlusta á í Stem-spilara, hönnuðum og seldum af rapparanum.

Kanye West hefur þó ekki bara verið milli tannanna á fólki upp á síðkastið vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna sífellt óþægilegri hegðunar sem á sér stað á samfélagsmiðlum. Trevor Noah, spjallþáttastjórnandi blandaði sér í málið og talaði um hegðun rapparans í þætti sínum og beindi athyglinni þeirri staðreynd konur sem geta ekki yfirgefið menn sína án þess verða fyrir áreiti fyrirfinnast í öllum stéttum samfélagsins. Við veltum fyrir okkur umræðunni um hegðun Kanye West sem verður oft samtvinnuð umræðu um geðraskanir hans. Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar rýnir í málefnið með okkur og veitir áhugavert sjónarhorn.

Á laugardag opnar sýningin Draugahundur í Gallerí Port. Þar sýnir Bjargey Ólafsdóttir listakona svarthvítar hundaljósmyndir sem eru hálfgert framhald af sýningunni Rófurass sem fór fram í Listasafni Árnesinga í fyrra. Bjargey kíkti um borð í Lestina og sagði frá áhuga sínum á hundum mætti með bókverk sem kom nýlega út hjá grískri útgáfu með Rófurass-verkunum,

Birt

17. mars 2022

Aðgengilegt til

18. mars 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.