Lestin

K.Óla, Brot úr sögu athyglinnar og leikhús á pólsku

Tu jest za drogo, Úff hvað allt er dýrt hérna, er fyrsta leikverkið í stóru leikhúsunum hér á landi á pólsku og sérstaklega hugsað fyrir pólskumælandi áhorfendur. Jakub Ziemann leikari og Wiola Ujazdowska leikmynda og búningahönnuður ræða sína upplifun af því vera pólskir listamenn á Íslandi.

Við ræðum við tónlistarkonuna Katrínu Helgu Ólafsdóttur, sem kallar sig K.óla, en hún sendi nýlega frá sér stuttskífu á bandcamp sem hún vann í starfsnámi í Danmörku, og nefnist einfaldlega DK Recordings. Á plötunni reynir hún yfirvinna sjálfsefa og fullkomnunaráráttu.

Næstu vikar ætlar Sverrir Norland rithöfundur rannsaka athyglina, athyglishagkerfið og athyglisbrestinn sem þjakar svo mörg okkar. Í fyrra gaf hann út bókina Stríð og kliður sem fjallaði miklu leyti um stöðugan upplýsingakliðinn í kringum okkur. Í fjórum pistlum hér í Lestinni ætlar hann halda áfram skoða athyglisgáfuna og hvernig tækninýjungar hafa stöðugt verið þrengja henni. Og hann byrjar ferðalagið í kústaskáp í New York.

Birt

7. mars 2022

Aðgengilegt til

8. mars 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.