Lestin

Kanye-fréttir, markaðsvæðing reiðinnar, Berlinale og Berdreymi

Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, en henni lauk um helgina. Nokkrar íslenskar myndir og þættir voru sýndar á hátíðinni og Lestin var með útsendara á svæðinu. Ásgeir H. Ingólfsson sendir okkur berlínarpistil meðal annars um íslensku myndirnar Hreiðrið, Against the Ice og Berdreymi.

Rósa María Hjörvar flytur annan pistil sinn af þremur um tilfinninguna reiði, þessu sinni veltir hún fyrir sér reiðifantasíum millistéttarinnar og markaðsvæðingu reiðinnar.

Og við heyrum hvað er frétta í hinum klikkaða heimi Kanye West. Það er ekki bara plata sem kemur út í dag og nýir heimildaþættir á Netflix heldur einnig drama í einkalífinu og alvarlega ásakanir um ógnandi hegðun gagnvart fyrrum eiginkonu og kærasta hennar. GIssur Ari Kristinsson er einn af fjölmargra íslenskra aðdáenda sem fylgist með hverri hreyfingu rapparans.

Birt

22. feb. 2022

Aðgengilegt til

23. feb. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.