Lestin

Handboltarokk, Sunneva Weisshappel, blóðugur Sunnudagur

Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efnilega landslið heillað þjóðina og langt síðan íslendingar hafa verið jafn spenntir fyrir stórmóti í handbolta. Í upphafi aldarinnar var handboltinn hins vegar vinsælasta íþróttin, svo vinsæl ein tegund tónlistar var kennd við hann. Við kynnum okkur fyrirbærið Handboltarokk í Lest dagsins

Listakonan Sunneva Ása Weisshappel veitir sjaldan viðtöl en hún mætir um borð í Lestina í dag og ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur um myndlist á tímum pólitísks rétttrúnaðar, heimspeki, boxamenningu, sviðsetta góðmennsku og margt fleira.

á sunnudag eru 50 ár liðin frá sunnudeginum blóðuga, Bloody Sunday, þar sem breskir hermenn skutu fjölda óbreyttra borgara til bana í kröfugöngu í Derry í Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur fór af því tilefni til Norður Írlands ásamt

dagskrárgerðarmanninum Gunnari Hanssyni og tók viðtöl, meðal annars við aðstandendur hinna látnu.

Birt

26. jan. 2022

Aðgengilegt til

27. jan. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.