Lestin

Glæpatíðni, karlmennskuverðlaun og pólifónísk saga

Hvernig segir maður margradda sögu í gegnum tónlist. Þessu veltir tónlistar og myndlistarmaðurinn Bergur Anderson fyrir sér á hinni sérkennilegu hljómplötu Night Time Transmissions, plötu sem er meðal annars innblásin af húsnæðisvandræðum listafólks í Amsterdam.

Glæpum í Bandaríkjunum hefur fjölgað til muna í faraldrinum, ekki síst í Kaliforníu þar sem glæpagengi sammælast um ráðast inn í búðir og láta greipar sópa. Umræðan um glæpatíðnina í Bandaríkjunum er þó svo samansúrruð af mismunandi hagsmunum erfitt getur reynst skýr svör um tölfræðina. Þórður Ingi talar frá Los Angeles.

Eitt sinn hefðu karlmennskuverðlaun mögulega verið veitt fyrir loðnustu bringuna, flestum sviðakjömmum sporðrennt eða kílóum lyft - en fyrir áramót voru þau veitt nokkrum mönnum sem þóttu hafa skarað fram úr í svokallaðri jákvæðri karlmennsku, mönnum sem nýttu forréttindi sín með uppbyggilegum hætti í þágu jafnréttis.

Birt

3. jan. 2022

Aðgengilegt til

4. jan. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.