Lestin

Maðurinn sem sagði nei, Annette, Díana prinsessa, jólatími

Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma, um fjölskyldu sem fékk koma, um fólkið sem vildi hjálpa en í dag heyrum við fyrst og fremst um einn mann, manninn sem sagði nei.

Gunnar Ragnarsson fjallar um tvær kvikmyndir. Skryngisöngleikinn Annette og kvikmyndina Spencer sem fjallar um þrjá daga í lífi Díönu Prinsessu. Gunnar er? ekkert sérstaklega hrifinn

Jólin nálgast óðfluga með öllum sínum fjölskylduhefðum og jólasiðum. Gústav Adolf Bergmann sigurbjörnsson heimspekingur flytur okkur pistil um tímann og jólin, um endurtekningu og galdra.

Og við heyrum tvær jólasögur frá meistaranemum í ritlist við háskóla íslands. Þetta eru örsögur, hver þeirra 91 orð og allar eru þær unnar út frá sama þemanu: Grautur.

Birt

16. des. 2021

Aðgengilegt til

17. des. 2022
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.