Lestin

James Bond, Skrattar, Kef Lavík, furðusaga af stolnum bassa

Hann er svartur, með bleikum og bláum köntum og neðarlega á hann stendur stórum bleikum stöfum Smutty. Hann er kontrabassi, stolinn kontrabassi, sem bassaleikarinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff spilaði á við tökur á fyrstu plötu sveitarinnar The Rockats í NewYork. Smutty gafst upp á því leita bassans fyrir 29 árum, en hefur saknað hans í 39. En, bassinn virðist ekki bara kominn í leitirnar, hann er hreinlega kominn í heimsfréttirnar.

Það eru liðin sex ár frá því síðasta mynd um njósnara hennar hátignar, drykkjurútinn og kvennabósann James Bond kom út. En Daniel Craig er snúinn aftur í síðasta sinn í hlutverki Bond. Gunnar Ragnarsson nýr kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í No Time to Die í þætti dagsins.

Davíð Roach Gunnarsson fór á stúfana um helgina og kíkti á tónleikalíf Reykjavíkur. Í þætti dagsins fjallar um tvenna útgáfutónleika, en tvær sveitir sem hann hefur fjallað um hér í Lestinni héldu slíka tónleika um helgina. Skrattar fögnuðu útkomu plötunnar Hellraiser IV og Kef Lavík héldu upp á útgáfu Eilífur Snjór í augunum.

Birt

13. okt. 2021

Aðgengilegt til

14. okt. 2022
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson.