Lestarklefinn

Dýrið, Last song og Time Matter Remains Trouble

Í Lestarklefanum á morgun kl. 17:03 verða gestir Guðna Tómassonar kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Axelsson, fjöllistakonan Kristín Björk Kristjánsdóttir einnig þekkt sem Kira Kira og Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við HÍ. Þau ræða þrjár menningarafurðir, eins og venja er í Lestarklefanum. Kvikmyndina Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, plötuna Last song þar sem Una Sveinbjörnsdóttir fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari leika íslenska og erlenda tónlist og loks myndlistarsýninguna Time Matter Remains Trouble í Norræna húsinu.

Birt

1. okt. 2021

Aðgengilegt til

2. okt. 2022
Lestarklefinn

Lestarklefinn

Umræður um menningu og listir.

Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.