Lestarklefinn

Sóttkví, Píslarsaga Krists og list í opinberu rými.

Í Lestarklefanum, föstudaginn 9. apríl kl. 17:03, verður spjallað um sjónvarpsmyndina Sóttkví í leikstjórn Reynis Líndal sem var á dagskrá RÚV um páskana, gestir þáttarins lásu líka píslarsögu Krists eins og hún kemur fyrir í Nýja testamentinu og þeir viðra sig líka í vorinu og skoða list í opinberu rými, velja verk til rabba út frá. Gestir í Lestarklefanum þessu sinni eru Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona, Harpa Árnadóttir myndlistarkona og útvarpsmaðurinn Ævar Kjartansson.

Umsjón Lestarklefans þessu sinni hefur Guðni Tómasson

Birt

9. apríl 2021

Aðgengilegt til

9. apríl 2022
Lestarklefinn

Lestarklefinn

Umræður um menningu og listir.

Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.