Lestarklefinn

Schubert, Tónlistarhátíð Rásar 1, Geislavirkir

Það verður tónlistarslagsíða í Lestarklefanum í dag. Rætt verður um ólíka tónlist frá ólíkum tímum. Nýjan geisladisk þar sem Edda Erlendsdóttir píanóleikari leikur þrjár píanósónötur eftir Franz Schubert, Tónlistarhátíð Rásar eitt sem fram fór í fjórða sinn í Norðurljósasal Hörpu í síðustu viku, en þar voru frumflutt fjögur verk eftir ung tónskáld. Og rifjað verður upp um þessar mundir eru nákvæmlega fjörutíu ár síðan hljómplatan Geislavirkir með hljómsveitinni Utangarðsmönnum kom út. Gestir þáttarins verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Óperustjóri og píanóleikari, Árni Matthíasson menningarblaðamaður og Borgar Magnason, tónskáld og bassaleikari.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson

Birt

4. des. 2020

Aðgengilegt til

4. des. 2021
Lestarklefinn

Lestarklefinn

Umræður um menningu og listir.

Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.