Lesið í Steinbeck

Lesið í Steinbeck

Í þættinum Með augum Steinbeck verður fjallað um rithöfundinn, fréttaritarann og nóbelskáldið John Steinbeck. Höfundur sem braut blað í sögu bandarískrar bókmenntasögu með lýsingum sínum á ástandi Bandaríkjanna í kreppu, styrjöld og köldu stríði.

John Steinbeck helgaði lífi sínu skrifum sem lýstu Bandaríkjunum og bandarísku samfélagi. Eftir hann liggja ekki einungis skáldsögur á borð við Þrúgur reiðinnar og Mýs og menn heldur einnig ferðasögur og stríðsfréttalýsingar frá stríðinu í Víetnam. Hann byggði skáldskap sinn á raunveruleikanum en oft nægði honum lýsa raunveruleikanum eins og hann birtist skáldinu.

Við munum ferðast um Bandaríkin eins og John Steinbeck þau og kynnast þeim hörðu viðbrögðum sem skáldið mætti oft á tíðum.