Leitin að Nemo skipstjóra

Leitin að Nemo skipstjóra

Svíinn Per Olov Enquist var einn fremsti rithöfundur Norðurlandanna. Hann var Íslendingum góðu kunnur því þrjár bóka hans voru þýddar og gefnar út á íslensku, auk þess sem nokkur leikrita hans hafa verið sett upp í íslenskum leikhúsum. Enquist kom til Íslands nokkrum sinnum, ekki aðeins til lesa upp úr verkum sínum því hann brá sér eitt sinn hingað til losna undan áfengisbölinu. Í þessum þætti er sagt frá helstu verkum Pers Olovs Enquist en einnig koma við sögu vísindakonan Marie Curie, himnahörpur, franskt geðveikrahæli og dynjandi norðurljós.,Umsjón: Gerður Kristný.