Landnemasögur

Landnemasögur

Þáttaröð um sögur úr lífi og baráttu landnema í Kanada og Bandaríkjunum og einkum beint sjónum tveimur bókum sem báðar eru til í íslenskum þýðingum. Önnur er fræg saga bandarísk, Hún Antónía mín frá 1918, eftir Willu Cather (1873-1947), sem Friðrik A. Friðriksson þýddi á íslensku. Willa Cather samdi margar sögur úr lífi landnema vestan hafs og er meðal helstu höfunda sinnar kynslóðar. Hin sagan sem hér er fjallað um er kanadísk, eftir konu af íslenskum ættum, Lauru Goodman Salverson (1890-1970), heitir Játningar landnemadóttur og kom fyrst út 1939. Margrét Björgvinsdóttir þýddi. Þetta er minningasaga sem greinir frá æsku höfundarins, ólíkum eðlisþáttum foreldranna, erfiðri lífsbaráttu við fóta sig í nýju samfélagi og mótun Lauru. Henni tókst ryðja sér til rúms sem rithöfundur á ensku í hinu nýja samfélagi, en hefur aldrei náð mikilli athygli hér á landi, enda er þetta eina bók hennar sem út hefur komið á íslensku.

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.

Lesarar: Hannes Óli Ágústsson og Vigdís Másdóttir.

Frá 2007.