Kvöldfréttir kl. 18:00

Kvöldfréttir 1. október 2022

Úkraínumenn hafa náð undir sig hernaðarlega mikilvægu svæði í héraðinu Donetsk, sem Rússar hafa notað sem birgðastöð. Sigurinn þykir opna á frekari landvinninga í héruðum í austurhluta landsins.

Meiriháttar flutningar standa fyrir dyrum í miðborginni í desember þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar með 650 manns og þrjú þúsund listaverk. Ríkið vill kaupa gamla bankahúsið.

Íslendingur í Flórída segir flóðið af völdum fellibylsins Ians það versta í ríkinu í tvöhundruð ár og eyðileggingin mikil.

Hraunið sem kom upp í Meradölum í sumar gæti fyllt 200 Reykjavíkurtjarnir. Það er þó ekki nema brot af því hrauni sem kom upp í Geldingadölum í fyrra.

Frumflutt

1. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. okt. 2023
Kvöldfréttir kl. 18:00

Kvöldfréttir kl. 18:00

Útvarpsfréttir.