Kvöldfréttir kl. 18:00

Kvöldfréttir 5. ágúst 2022

Lítil hreyfing hefur verið á sprungum norðaustan við gosstöðvarnar í Meradölum en talið er kvika gæti brotið sér leið upp á yfirborðið þar líka. Varað var við töluverðri gasmengun í Vogum síðdegis og í kvöld, en hún er enn lítil eða engin.

Ekki verður ráðist strax í gerð varnargarða vegna gossins en verktakar eru í startholunum. Gjósi fram á vetrarmánuðina gæti það bæði ýtt undir hagvöxt og temprað verðbólgu, segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

minnsta kosti níu féllu og tugir særðust í loftárásum Ísraelshers á Gazaborg í dag. Samtökin Jihad eða Heilagt stríð segja árásirnar jafngilda stríðsyfirlýsingu .

Frumflutt

5. ágúst 2022

Aðgengilegt til

6. ágúst 2023
Kvöldfréttir kl. 18:00

Kvöldfréttir kl. 18:00

Útvarpsfréttir.