Konsert

Valgeir Guðjónsson 60 ára

það sem við ætlum bjóða uppá í Konsert í kvöld er upptaka frá 60 ára afmælistónleikum Valgeirs Guðjónssonar sem fóru fram í Eldborg í Hörpu 22.1 2012, daginn áður en hann varð sextugur. Á svið með Valgeiri þetta kvöld í janúar fyrir bráðum áratug stigu á svið í fyrsta sinn í langan tíma hljómsveitirnar Spilverk Þjóðanna og Stuðmenn sem hann var lykilmaður í alla tíð.

Með honum voru á sviðinu; Ásgeir óskarsson ? trommur, Tómas M. Tómasson ? bassi, Eyjólfur Kristjánsson ? gítar og bakraddir, Jón Ólafsson ? píanó og bakraddir, Stefán Már Magnússon ? gítar, Jakob Frímann Magnússon ? hljómborð og söngur, Ragnhildur Gísladóttir - söngur, Egill Ólafsson- söngur og bassi, Diddú ? söngur.

Á efnsiskránni voru mörg af hans þekktustu lögum sem íslenska þjóðin kann utanbókar; She broke my heart ? Bíldudals grænar baunir ? Stella í orlofi ? Sirkus Geira Smart ? Styttur bæjarins ? Haustið ?75 ? Ástardúett Stuðmanna ? Reykingar - Slá í gegn ? Blindfullur ofl.

Birt

25. mars 2021

Aðgengilegt til

25. mars 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.