Konsert

Wilco í Chicago 2005

Í Konsert vikunnar ætlum við hlusta á bandarísku hljómsveitina Wilco sem er frá Chicago ? stofnuð árið 1994 uppúr annari hljómsveit; alternative kántrí-sveitinni Uncle Tupelo eftir söngvari þeirrar sveitar, Jay Farrar, hætti.

Fyrstu árin voru talsverðar mannabreytingar í Wilco og í dag eru þeir tveir eftir af upphaflega bandinu, bassaleikarinn John Stirratt og söngvarinn og aðal lagasmiðurinn Jeff Tweedy. En síðan 2004 hefur sveitin verið eins skipuð; Jeff Tweedy, John Stirratt, Nels Cline (gítar), Pat Sansone (ýmis hljóðfæri), Mikael Jorgensen (hljómborð), og Glenn Kotche (trommur).

Wilco hefur sent frá sér 11 stórar plötur undir eigin nafni, tvær plötur með bretanum Billy Bragg og eina með hljómsveitinni The Minus Five.

Áhrifavaldar Wilco koma úr ýmsum áttum og eru t.d. Bill Fay, Bítlarnir og hljómsveitin Television. Wilco hefur svo með sinni músík haft áhrif á ótal aðrar hljómsveitir, hefur verið í fararbroddi í alternative-kántrí-rokk senunnar.

Wilco sendi síðast frá sér plötuna Ode to joy 2019 og fylgdi henni eftir með tónleikaferðalagi.

En tónleikarnir sem við ætlum hlusta á í kvöld fóru fram í Vic Theatre í maí 2005, en sveitin spilaði í þessu sögufræga tónleika og leikhúsi í heimaborginni Chicago 4 kvöld í röð 4.-7. maí 2005. Allir tónleikarnir voru teknir upp og síðan gefin út tónleikaplatan Kicking Television í kjölfarið með bestu upptökunum frá þessum fjórum kvöldum. Platan er alveg frábær og við ætlum hlusta á hana í Konsert þessu sinni.

Birt

11. feb. 2021

Aðgengilegt til

11. feb. 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.