Konsert

Neil Young - Emiliana Torrinni og vinir og Högni Egilson

Í Konsert í kvöld ætlum við hlusta aðallega á þrenna tónleika; Fyrst förum við með Neil Young aftur til ársins 1970 og hlustum á hann í Washington DC. Þá heyrum við í Emiliönu Torrini og vinum hennar á Iceland Airwaves 2020 en Emiliana og vinir hennar tóku upp stutta stofu eða stúdíó-tónleika í Reykjavík fyrir Iceland Airwaves í ár, en vinir hennar eru Pétur Ben, Marketa Irglova, Tina Dico og Helgi Hrafn Jónsson. Og svo endum við á Eurosonic Festival í Hollandi í janúar 2018 og hlustum á Högna Egilsson einan við píanóið í gamalli Lúterskri kirkju í borginni.

Birt

4. feb. 2021

Aðgengilegt til

4. feb. 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.