Konsert

Arctic Monkeys í Stokkhólmi 2006 og OMAM og Kælan á Airwaves 2020

Í Konsert í kvöld byrjum við á fara til Svíþjóðar á Accelerator Festival sumarið 2006 og heyrum í Arctic Monkeys sem þá var splunkuný og springa út.

Arctic Monkeys sem fyrir 15 árum síðan (23. Janúar 2006) gáfu út sína fyrstu plötu; Whatever People Say I Am, That's What I'm Not.

Það er skemmst frá því segja þessi plata þessara drengja frá Sheffield sló umsvifalaust í gegn og er enn í dag hrað-seldasta fyrsta plata hljómsveitar í Bretlandi, hún seldist í 360.000 eintökum í útgáfuvikunni sem er semsagt ennþá met.

Platan inniheldur lög af fyrstu Ep plötunni sem Arctic Monkeys sendu frá sér og líka tvö fyrstu smáskífulögin sem fóru nota bene í fyrsta sæti breska vinsældalistans; I Bet You Look Good on the Dancefloor og When the Sun Goes Down.

Margir er á því þessi fyrsta plata Arctic Monkeys besta rokkplata áratugrins frá 2000 - 2010 og hún hlaut Mercury tónlistarverðlaunin fyrir árið 2006.

NME setti saman lkista yfir bestu plötur sögunnar árið 2013 og þá lenti þessi plata Arctic Monkeys í 19. sæti.

Og er platan orðin 15 ára gömul af því tilefni fór EBU á stúfana leita gömlum tónleikaupptökum með sveitinni og sænska útvarpið rétti upp hönd - tók upp tónleika sveitarinnar á Accelerator Festival í Stokkhólmi 6. júlí 2006 og það er það sem við ætlum hlusta á í Konsert vikunnar.

Svo förum við á Iceland Airwaves 2020 sem var streymi-hátíð öllu leyti og heyrum í OMAM og Kælunni miklu.

Birt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

28. jan. 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.