Konsert

Kaleo, Skálmöld og Ylja á Eurosonic 2014

Í Konsert í kvöld ætlum við fara til Hollands á Eurosonic Festival og heyra upptökur með þremur íslenskum hljómsveitum; Kaleo, Skálmöld og Ylju - upptökur frá árinu 2014 þegar það var íslenskur fókus á Eurosonic og 19 íslenskar hljómsveitir og listamenn spiluðu á hátíðinni.

Eurosnic-Norderslag er hátíð sem haldin hefur verið í Groningen í norður Hollandi árum saman í upphafi árs. Þetta er hátíð sem minnir á Iceland Airwaves, það er spilað um alla borg, á börum, kaffihúsum, í leikhúsum, klúbbum, tónleikahúsum og kirkjum svo eitthvað nefnt.

Evrópski músíkbransinn hefur flykkst til Groningen í janúar undanfarin mörg ár til sjá og heyra það heitasta í nýrri Evrópskri músík en til þess spila þar þarftu helst vera búinn sanna þig í heimalandinu og helst komin með amk. annan fótinn út fyrir landsteina eða landamæri, og á Eurosonic hafa fjölmargir íslenskir tónlistarmenn spilað í gegnum tíðina.

Það er alltaf eitt land í fókus á hátíðinni og það þýðir það koma margar hljómsveitir frá því landi og spila og 2014 var það ss. Ísland og þeir listamenn sem spiluðu voru: Low Roar, Kaleo, Kiasmos, Júníus Meyvant, Rökkurró, Samaris, Sóley, Vök, Árstíðir, dj. flugvél og geimskip, Fufanu, M-Band, Óbó, Skálmöld, Sólstafir, Tonik Ensemble, Ylja og Young Karin.

Það var mikið fjör hjá Íslendingum á Eurosonic 2014 - mikið af íslendingum í borginni og mikið af íslenskri músik og við ætlum heyra þrenna íslenska tónleika hér í Konsert í kvöld; Skálmöld og Ylju en fyrst í Kaleo sem þarna var ekki enn farin til Ameríku í öll ævintýrin þar - það var allt rétt byrja.

Birt

21. jan. 2021

Aðgengilegt til

21. jan. 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.